- Advertisement -

Stórskuldugir þingmenn í landi spillingar

Skortur á valdmörkum er höfuðkennimark spillingarinnar.

Þorvaldur Gylfason skrifar, að venju, grein í Fréttablaðið á fimmtudegi. Hann fjallar um spillingu, eins og hann hefur gert í síðustu greinum sínum. Greinin í dag hefur nokkuð kröftugan endi:

„Órofa tengsl stjórnmála, viðskipta og banka vegna skorts á valdmörkum og mótvægi eru höfuðkennimark, mér liggur við að segja brennimark íslenzkrar spillingar. Einkavæðing bankanna var illa ef ekki glæpsamlega útfærð og leiddi til hruns m.a. af því að stjórnvöld vildu ekki sleppa takinu af bönkunum.

Stjórnmálamenn höfðu af hent útvegsmönnum ókeypis aðgang að auðlindinni í sjónum og töldu vænlegt að hafa svipaðan hátt á einkavæðingu bankanna. Vart mátti á milli sjá hvor röddin var háværari í halelújakórnum að baki bankanna fram að hruni, rödd stjórnmálamannanna eða rödd viðskiptalífsins. Viðskiptaráð taldi Ísland standa Norðurlöndum „framar á f lestum sviðum“.

Bankarnir lánuðu þingmönnum mikið fé fyrir hrun, einkum til hlutabréfakaupa með veði í bréfunum sem gufuðu upp. Tíu alþingismenn, þar af sjö þingmenn Sjálfstæðisf lokksins, skulduðu bönkunum 100 milljónir króna eða meira hver um sig, sumir miklu meira, þegar bankarnir hrundu. Bankarnir halda áfram að veita útvegsfyrirtækjum lán með veði í sameignarauðlind þjóðarinnar. Þrenningin lætur sér ekki segjast. Hún mun halda uppteknum hætti eða jafnvel færa sig upp á skaftið nema fólkið í landinu setji henni stólinn fyrir dyrnar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: