- Advertisement -

Ríkisstjórnin stundar fjárhagslegt ofbeldi

„Ég skil óþreyjuna.“ Segir peningana liggja fyrir.

„Krónu á móti krónu skerðing gagnvart öryrkjum er fjárhagslegt ofbeldi sem hefur varað í tvö ár eftir að eldri borgurum var sleppt úr þessu fjárhagslega skerðingarofbeldi. Ríkisstjórnin er í plús um 30 milljarða sem henni hefur með stolti tekist að hafa af öryrkjum með því að afnema ekki skerðinguna af þeim á sama tíma og hjá eldri borgurum,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, í ræðu á Alþingi, í gær.

Hann átti í orðaskiptum við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Guðmundur spurði:

„Getur hæstvirtur forsætisráðherra svarað því hvenær þessu ólöglega fjárhagslega ofbeldi verður hætt? Þarna er verið að brjóta á þeim sem síst skyldi. Og það er alveg með ólíkindum hvernig svörin eru.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
„En hvað vantar? Jú, það vantar vilja ríkisstjórnarinnar til að segja strax: Við hættum við krónu á móti krónu skerðingar. Við hættum því bara strax.“

„Ég skil óþreyjuna, en ég veit ekki betur en að þessi hópur eigi að vera á lokametrunum og eigi að skila niðurstöðum, því að fjármunirnir liggja fyrir,“ svaraði forsætisráðherra.

Katrín sagði félagsmálaráðherra hafa 2,9 milljarða til ráðstöfunar á þessu ári í kjarabætur fyrir örorkulífeyrisþega. „Mér er hins vegar kunnugt um að hæstvirtur ráðherra hefur lagt á það mikla áherslu að sá hópur sem hann skipaði örugglega fyrir rúmu ári, þar sem sitja fulltrúar örorkulífeyrisþega ásamt fulltrúum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarin, þessi hópur hefur verið að störfum í ár og eitt af markmiðum hans er m.a. að draga úr þeim skerðingum sem hv. þingmaður nefnir hér og vísar til.“

Guðmundur Ingi var ekki sáttur: „En hvað vantar? Jú, það vantar vilja ríkisstjórnarinnar til að segja strax: Við hættum við krónu á móti krónu skerðingar. Við hættum því bara strax.“

Hann sagði svo: „Það þarf innspýtingu þarna inn. Það er ekki alltaf hægt að bíða. Þegar ég spyr hvenær þetta eigi að gerast er sagt: Þegar frumvarpið kemur fram. Frumvarpið getur komið fram eftir tvö ár. Á þá ekkert að gera fyrir öryrkja fyrr en eftir tvö ár, eða eitt ár? Af hverju er ekki hægt að gera þetta strax til að koma til móts við fólk og sýna lit? Ríkið er búið að hafa 30 milljarða af þessum hópi, 30 milljarða. Af hverju ekki að stoppa núna og segja: Heyrðu, við setjumst bara niður, drögum pennastrik yfir þetta, borgum núna strax. Og svo er það hitt: Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að borga þeim 200 einstaklingum, og meira en það, sem eiga engan rétt erlendis frá, borga þeim strax? Af hverju þarf jafnvel að bíða næstu tvö árin til að borga afturvirkt og framvirkt?“

Katrín minnti á starfshópinn: „Ég hvet þá sem sitja þarna til að ljúka þessari vinnu þannig að við getum látið þá fjármuni sem liggja fyrir á fjárlögum fara að vinna fyrir örorkulífeyrisþega. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar, háttvirtur þingmaður.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: