- Advertisement -

SA eru áhugalaus um kjarasamninga

Ábyrgð fulltrúa Samtaka atvinnulífsins er algjört.


Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA og varaforseti ASÍ, skrifar:

Menn verða að fyrirgefa mér, en ég orðið skil ekki á hvaða vegferð Samtök atvinnulífsins eru á. En eins og allir vita þá eru einungis 3 sólarhringar þar til verkfallshrina muni hefjast á hótelum og hjá hópferðabílstjórum á höfuðborgarsvæðinu.

Ég er ekki viss að um að almenningur og atvinnurekendur almennt viti af því að nánast ekkert samtal hefur verið við þau stéttarfélög sem eru að hefja verkföll eftir 3 sólarhringa eða sem neinu nemur á liðnum vikum. Þrátt fyrir að það sé búið að blasa við Samtökum atvinnulífsins um alllanga hríð að verkfallshrinan myndi hefjast af fullum þunga 22 mars.

Samtök atvinnulífsins hafa ekki gert tilraun til að leysa deiluna við þau stéttarfélög sem eru á leið í verkfall.

Ég skil t.d. ekki af hverju fulltrúar Samtaka atvinnulífsins eru ekki spurðir að því af hverju er ekki verið að reyna að ná samningum við stéttarfélög sem eru að fara að hefja verkföll eftir 3 sólarhringa.

Það er hins vegar mikilvægt að allir átti sig á því að ástæðan fyrir því að Samtök atvinnulífsins hafa ekki viljað ræða við Eflingu, VR, Verkalýðsfélag Akraness og Grindavíkur er að þessi félög hafa ítrekað hafnað öllum hugmyndum SA um róttækar vinnutímabreytingar sem myndu klárlega leiða til kjaraskerðingar fyrir hluta af okkar félagsmönnum.

Hvernig má það vera að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hafi hafnað öllum viðræðum við áðurnefnd stéttarfélög nema þau samþykki að ræða róttækar réttindaeftirgjöf hjá okkar félagsmanna í ljósi þess að örfáar klukkustundir eru þar til verkföll skella á.

Nú er það orðið ljóst að okkar mati að Samtök atvinnulífsins hafa ekki nokkurn vilja til að semja nema á sínum forsendum, forsendum sem byggjast á því að verkafólk greiði að hluta sjálft fyrir sínar launahækkanir með umræddri réttindagjöf til atvinnurekenda.

Bara þannig að því sé enn og aftur haldið til haga þá kemur slíkt ekki til greina og því undirbúum við okkur undir ein hörðustu verkafallsátök sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði um áratugaskeið.

En eitt er víst að ábyrgð fulltrúa Samtaka atvinnulífsins er algjört hvað þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin, enda hafa Samtök atvinnulífsins ekki gert tilraun til að leysa deiluna við þau stéttarfélög sem eru á leið í verkfall.

En eins og allir vita líka þá hefur SA verið upptekið síðustu þrjár vikurnar við að ræða við stéttarfélög sem eru komin mun styttra á veg, hvað varðar verkfallsátök heldur en VR og Efling.

Það er rannsóknarefni hví í ósköpunum SA menn hafa ekki reynt að leysa deiluna við þessi félög, enda verkfall hjá þessum félögum hinu megin við hornið ef þannig má að orði komast.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: