- Advertisement -

Hátekjuskattur og aukinn jöfnuður

Þessi stefnubreyting er til marks um að flestir gera sér nú grein fyrir að misrétti í heiminum er komið að þolmörkum.

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir meðal annars í helgarpistli sínum:

Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er svo farinn að leggja til hátekjuskatt til að auka jöfnuð og jafnvel sameiginlegan fjármagnsflutningaskatt til að stemma stigu við skattaundanskotum hljóta stjórnvöld um allan heim að hlusta enda hefur sjóðurinn hingað til ekki verið þekktur fyrir að vilja skattleggja þá auðugu sérstaklega. 

Þessi stefnubreyting er til marks um að flestir gera sér nú grein fyrir að misrétti í heiminum er komið að þolmörkum. Það er bókstaflega lífsnauðsynlegt fyrir lýðræði og frið í heiminum að vinda ofan af misréttinu. Það mun svo koma í ljós hvort áherslur verkalýðshreyfingarinnar skili sér í stefnu og aðgerðum Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: