- Advertisement -

Ríkisstjórnin fjandsamlegri verkafólki en stjórnin 2015

VG hefur barist ákaft gegn kaupkröfum verkafólks.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Stærri verkföll VR og Eflingar færast nú nær. VR ætlar að efna til keðjuverkfalla og örverkfalla í 40 hótelum og í hópferðabifreiðum. Verslunarmannafélag Suðurnesja hefur gengið til samstarfs við VR en Verslunarmannafélag Suðurnesja getur gert verkföll í Leifsstöð.

Markmið keðjuverkfallanna er að trufla atvinnustarfsemina án þátttöku mjög margra starfsmanna. Vonandi skila keðjuverkföllin samningum en ef svo verður ekki er ákveðið að efna til allsherjarverkfalls 1. maí. Það verkfall verður ótímabundið og mun standa þar til samningar nást.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Kröfurnar nú eru svipaðar og í kjaradeilunni 2015. Þá sögðu atvinnurekendur og seðlabankastjóri, að skella mundi á óðaverðbólga hér ef gengið yrði að kröfum verkafólks. Gengið var að kröfunum á síðustu stundu (verkfall var að skella á).

Markmið aðgerða verkalýðshreyfingarinnar er að knýja fram mannsæmandi laun fyrir verkafólk. Í dag er ekki unnt að lifa af lægstu laununum. Þau eru 300 þús. á mánuði fyrir skatt, 235 þús. kr eftir skatt.

Kröfurnar nú eru svipaðar og í kjaradeilunni 2015. Þá sögðu atvinnurekendur og seðlabankastjóri, að skella mundi á óðaverðbólga hér ef gengið yrði að kröfum verkafólks. Gengið var að kröfunum á síðustu stundu (verkfall var að skella á).

En það skall ekki á nein verðbólga. Þetta var hræðsluáróður. Sami áróður, sami söngur er endurtekinn nú. Munurinn er aðeins sá, að nú styður ríkisstjórnin og forsætisráðherra atvinnurekendur af miklu meiri krafti en áður. Það er sennilega vegna þess að kominn er til valda „róttækur sósíalistaflokkur“, sem er ekki lengur róttækur og er ekki lengur sósíalistaflokkur. Þessi flokkur hefur barist ákaft gegn kaupkröfum verkafólks og talið svigrúm fyrir litlar sem engar launahækkanir!!

Núverandi ríkisstjórn er fjandsamlegri verkafólki en stjórnin 2015 !!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: