Á Íslandi er fórnin færð fyrir ekki neitt.
Smári McCarty þingmaður skrifar:
Það er einkennandi fyrir orðræðu Sjálfstæðisflokksins að þegar hann drullar upp á bak er alveg sama hvaða æðri hagsmunir eru til staðar, þeir verða einfaldlega að víkja.
Nú er það ekkert annað en sjálfur Mannréttindadómstóll Evrópu hvers lögbundna alþjóðlega hlutverk sem síðasta varnarlína mannréttinda er nú horn í síðu fyrrum dómsmálaráðherra og núverandi fjármálaráðherra – og verður því að víkja fyrir sjálfsáliti sérfræðingsins.
Að líkja þessu við það sem er að gerast víða í Evrópu þar sem grafið er undan alþjóðastofnunum með popúlisma og valdhygli er rétt. En þó er einn munur: þar er verið að fórna mannréttindum á altari þjóðernishyggju. Á Íslandi er fórnin færð fyrir ekki neitt.
Skrifin birtust á Facebooksíðu Smára.