- Advertisement -

Á hvaða vegferð erum við eiginlega?

Það er dæmigert fyrir viðbrögð sjálfstæðismanna.

Einn þeirra sem hefur tjáð sig um viðbrögðin við dómi Mannréttindadómstólsins, er Sigurður Þór Salvarsson blaðamaður. Hér er tekið undir hvert orð Sigurðar Þórs.

„Það er dæmigert fyrir viðbrögð sjálfstæðismanna við dómi Mannréttindadómstólsins, að í öll þau skipti sem dómstóllinn hefur gert athugasemdir við dóma íslenskra dómstóla í gegnum tíðina, hefur engum stjórnvöldum dottið í hug að halda því fram að það hljóti að hafa búið einhverjar annarlegar hvatir að baki úrskurðum dómsins fyrr en núna. Þegar dómsmálaráðherra flokksins fær ofanígjöf frá dómstólnum eru fyrstu viðbrögð ráðherrans, formannsins og annarra varðhunda flokksins að eitthvað sé verulega bogið við niðurstöðu dómsins, hann sé undir pólitískum þrýstingi, með óeðlileg afskipti af innanríkismálum Íslands og að kannski sé kominn tími fyrir okkur að segja okkur úr lögum við þetta batterí.
Í alvöru! Ætti Ísland að segja sig úr lögum við æðsta dómstól mannréttinda í Evrópu vegna þess að dómstóllinn vogar sér að atyrða ráðherra Sjálfstæðisflokksins? Á hvaða vegferð erum við eiginlega?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: