- Advertisement -

Alvarlegt ef ráðherrar Sjálfstæðisflokks fara í vegferð gegn Mannréttindadómstólnum

…að enn eitt landið gæti orðið popúlískum skæruhernaði gegn mikilvægustu stofnun ráðsins að bráð.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar:

Það er gríðarlega alvarlegt og stórkostlega hættulegt að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ætli sér að fara í vegferð gegn Manndréttindadómstól Evrópu. Mér hrýs hugur við því að Ísland fari að stilla sér í hóp þeirra ríkja sem ráðast á dómstólinn til pólitísks heimabrúks.

Mér finnst líka skelfilegt sem formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsins að þurfa að deila því með nefndinni að enn eitt landið gæti orðið popúlískum skæruhernaði gegn mikilvægustu stofnun ráðsins að bráð.

Nógu hart er sótt að mannréttindadómstólum úr ýmsum andlýðræðislegum áttum án þess að gera hann í þokkabót að blóraböggli fyrir embættisafglöpum Sigríðar Á. Andersen!

Birtist á Facebooksíðu Þórhildar Sunnu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: