- Advertisement -

Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við sitt

„Er ríkisstjórnin að gera eitthvað í sinni efnahagsstefnu sem gerir Seðlabankankanum kleift að halda stöðugu gengi? Svarið við þeirri spurningu er því miður; nei. Heldur þvert á móti.“

Höfum við þá náð þeim stöðugleika, sem hefur náðst, þrátt fyrir ríkisstjórnina?

„Já,og þrátt fyrir að ríkisstjórnin hét því 15. nóvember, sem var forsenda fyrir því, að minnsta kosti af hálfu Alþýðusambandsins og aðildarsamtaka þess, að menn vildu reyna þetta, þá hét ríkisstjórnin því að hún myndi haga öllum sínum efnahagsákvörðunum út frá því að treysta hér forsendur stöðugs gengis. Það hefur bara ekki verið gert.“

Þetta sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni á sunnudaginn. Þarna var Gylfi ekki síst að vitna til kjarasamninga sem hið opinbera hefur gert, samninga sem innihalda mun meiri launahækkanir en þeir samningar sem ASÍ gerði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Gylfi segir krónuna skýra helming allra verðhækkana í landinu.

„Hún er okkur alveg gríðarlega dýr. Við sjáum að íslenski Seðlabankinn er með hæstu stýrivexti í heimi, allavega hinum vestræna. Það kostar okkur mjög mikla peninga. Sex prósent vaxtamunur er mikill. Heimilin skulda um tvö þúsund milljarða og fyrirtækin í landinu um þrjú þúsund milljarða, þetta eru fimm þúsund milljarðar sem hvíla á hagkerfinu og það eru neytendur, og að einhverju leyti útflutningur, sem borga þetta. Að mestu neytendur. Sex prósent af fimm þúsund milljörðum er einfaldlega þrjú hundruð milljarðar. Í vaxtamuninn fer sem nemur einum þriðja af launaútgjöldum fyrirtækjanna í landinu. Svo er því haldi fram að við séum með meira fullveldi og sjálfstæði með því að gera þetta. Ég sé ekki mikið frelsi í þessu fyrir hönd minna félagsmanna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: