- Advertisement -

Færi samfélagið á hliðina í forstjóraverkfalli?

Ég efast um að nokkur myndi taka eftir því.

Hótelþernur fóru í verkfall. Halldóra Mogensen skrifaði: 

Fjölmiðlar loga með fréttum af skaðsemi verkfallsins á afkomu ferðaiðnaðarins. Eins og öll ábyrgðin á stöðugleikanum falli á herðar láglaunakvenna frekar en á herðar stjórnvalda. Ríkisstjórnin hefði getað hlustað á verkalýðshreyfinguna og lagt til alvöru tillögur til úrbóta en kaus að gera það ekki.

En svo er spurning hvernig við metum ýmis störf í samfélaginu. Er það ekki einmitt vísbending um mikilvægi hótelþerna þegar verkfall þeirra hefur jafn mikil áhrif á starfsemi hótela og raun ber vitni? Ættu launin ekki að vera í samræmi við þá erfiðisvinnu sem þessar konur vinna?

Það væri áhugavert að sjá hvort sólahringsverkfall hótelforstjóra eða nokkurra annara forstjóra myndi setja samfélagið á hliðina. Ég efast um að nokkur myndi taka eftir því.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: