- Advertisement -

Verkföll og ábyrgð stjórnvalda

Þetta er ástæða þess að verk­föll vofa yfir eina ferðina enn.

Björn Leví Gunnarsson skrifar fína grein í Moggann í dag. Þar rekur hann hvernig ríkisvaldið hefur komið að kjaradeilum.

„Að und­an­förnu hef­ur mikið verið talað um að hið op­in­bera eigi ekki að skipta sér af kjara­deil­um, því lausn kjara­deilna liggi ekki hjá stjórn­völd­um. Þrátt fyr­ir það hafa 14 sinn­um verið sett lög á verk­föll frá 1985. Ef það eru ekki op­in­ber af­skipti þá veit ég ekki hvað,“ skrifar hann.

Hann rifjar upp eigin reynslu:

„Árið 2004 var ég starf­andi sem kenn­ari í verk­falli. Stjórn­völd settu lög á verk­fallið með því að vísa kjara­deil­unni til gerðardóms ef ekki næðist niðurstaða inn­an skamms tíma. Af­leiðing­in var „samn­ing­ar“ sem kenn­ur­um mis­líkaði veru­lega og til­finn­ing­in meðal kenn­ara var að þeir hefðu verið beitt­ir þving­un­um.“

Birni er ofarlega í huga hinar miklu launahækkanir sem þingmenn og ráðherrar fengu:

„Það ætti kannski ekki að vera hlut­verk stjórn­valda að leysa kjara­deil­ur en af því að stjórn­völd hafa oft skipt sér af með lög­um á verk­föll og af því að stefna stjórn­valda í efna­hags­mál­um treyst­ir á að við séum sí­fellt að detta í lukkupott­inn þá mun ekk­ert breyt­ast. Stjórn­völd verða að tryggja grunnþjón­ustu, efna­hags­leg­an stöðug­leika fyr­ir þá sem eru verst stadd­ir og vinna í átt­ina að sátt en ekki sundrungu. Það ger­ist ekki nema stjórn­völd sýni skiln­ing á að það sé ósann­gjarnt að þeirra laun hækki meira en allra hinna, allt frá hækk­un­um til þing­manna og ráðherra árið 2016 til hækk­un­ar á laun­um for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja á síðasta ári. Þetta er ástæðan fyr­ir því að verk­föll vofa yfir eina ferðina enn.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: