- Advertisement -

Stefán rúinn trausti?

Davíð segir embættismenn hafa skipað sér í fylkingar.

Stefán Eiríksson borgarritari hefur leikið afdrifaríkan afleik ef marka má viðbrögð borgarstjórans fyrrverandi, Davíðs Oddssonar.

„Margt er með öðrum hætti um þess­ar mund­ir en tíðkast hef­ur og æski­legt væri. Borg­ar­bú­ar hafa til dæm­is fengið að fylgj­ast með því að til­tekn­ir emb­ætt­is­menn borg­ar­inn­ar veit­ist að kjörn­um full­trú­um borg­ar­búa og tali til þeirra með þeim hætti að aug­ljóst er að emb­ætt­is­menn­irn­ir hafa skipað sér í fylk­ingu og geta ekki notið trausts allra borg­ar­full­trúa eða borg­ar­búa.“

Þannig skrifar Davíð i Moggann sinn í dag.

Hvað sem því líður er ekki mikill bragur á skrifum Stefáns meðan hann nafngreinir ekki þá borgarfulltrúa sem honum er í nöp við. Það er óþolandi fyrir borgarfulltrúa að vera settir í kastljós umræðunnar, án þess að hafa nokkuð til þess unnið. Skrif Stefáns voru þess efnis að hann verður að klára þau.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: