- Advertisement -

Á fólkið bara að bíða dauðans?

Hvað er að hjá ráðherrunum og ríkisstjórninni?

„Þetta eru fjármunir sem er haldið frá þeim sem verst standa í þjóðfélaginu, fólki sem lifir við sult og eldri borgurum sem geta á engan hátt varið sig og verða að búa við niðurskurð svo árum skiptir. Svo er það einnig ungt fólk sem er sett á bið — eftir hverju? Dauðanum.“

Þannig mæltist Guðmundi Inga Kristinssyni á Alþingi í dag.

„Félags- og barnamálaráðherra situr á milljörðum sem átti að nota til að taka á krónu á móti krónu vanda öryrkja. Fjármunum sem þeir verst settu þurfa nauðsynlega til matarkaupa. Einnig sitja Sjúkratryggingar Íslands í boði heilbrigðisráðherra sem fastast á 276 milljörðum til hjúkrunar- og dvalarrýma, fjármunum sem eru nauðsynlegir til að koma í veg fyrir niðurskurð, t.d. á mat og lyfjum hjá öldruðum á hjúkrunarheimilum. Þá eru 150 milljónir í gíslingu hjá Sjúkratryggingum Íslands, einnig í boði heilbrigðisráðherra, sem SÁÁ eru nauðsynlegar til þess að þurfa ekki að loka göngudeildarrými.“

Og Guðmundur Ingi spyr: „Hvað er að hjá viðkomandi ráðherrum og þessari ríkisstjórn? Er það í þeirra verkahring að safna eyrnamerktum fjármunum sem Alþingi hefur samþykkt og halda þeim frá þeim sem lífsnauðsynlega þurfa á þeim að halda?“

„Þessi gjörningur að safna eyrnamerktum samþykktum fjármunum á biðreikning hjá þessum ráðherrum er eins og fram hefur komið dauðans alvara og þeim og ríkisstjórn til háborinnar skammar. Í boði ríkisstjórnarinnar horfum við upp á fátækt sem leiðir aftur af sér vannæringu, þunglyndi, kvíða og örorku. Hvað á svo að gera þegar búið er að svelta veikt og slasað fólk og eldri borgara þessa lands? Hvað á að gera þegar búið er að skella aftur hurðum og loka á skjólstæðinga SÁÁ? Hvað um framtíð þessa einstaklinga, heilsan farin vegna t.d. vannæringar og fleiri fylgikvilla? Hvað þá? Fá þau forgang í heilbrigðiskerfinu? Eða er forgangurinn alltaf bara fyrir einhverja aðra sem eiga þann rétt fram yfir þessa einstaklinga? Þá spyr ég: Hvers vegna?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: