- Advertisement -

Langlífið fæst ekki síst úr fæðunni

„Langlífi okkar Íslendinga er talið ekki síst koma til af fæðu okkar og umhverfi, hreinleika og gæðum. Nýverið birtist það álit virtra erlendra sérfræðinga að við værum með einstakt heilsufæði fólgið í fiskinum, kjötinu og mjólkinni. Heilsufæði sem hefur áhrif á að við lifum lengur en flestar aðrar þjóðir,“ skrifar Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í grein sem birtist í Morgunblaðuinu í dag.

Orð Sigrúnar í síðustu viku vöktu mikla athygli, en þá sagðist hún vera þeirrar skoðunar að koma ætti í veg fyrir að íslenskir neytendur fengju að borða erlent kjöt og stofna þar í hættu heilsu og langlífi.

„…óttast undirrituð sjúkdómahættu af óheftum innflutningi á hráu kjöti frá löndum sem við vitum að meðhöndla dýr með allt öðrum hætti en gert er hér á landi. Vitað er að þau eru sumstaðar sprautuð með lyfjum til að auka afurðirnar, m.a. með hormónum. Dæmi um búfjársjúkdóma hræða.“

Sigrún kallar svo eftir betri umræðu og segir: „Jafnframt er til bóta að hófstillt en opinská umræða fari fram um innflutning á hráu kjöti og hugsanlegar afleiðingar þess. Mikilvægast er að við mótum sjálf heildstæða verslunarstefnu byggða á reynslu okkar en með vitneskju 21. aldar í farteskinu, en látum ekki aðra stjórna för.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: