- Advertisement -

Eflingarfólk vill skæruverkföll

Bílstjórar á einkareknum strætóleiðum, sem starfa undir miklu álagi og verða fyrir ítrekuðum brotum á kjarasamningi, hafa lagt til fargjaldaverkfall sem hefst 18. mars. Þetta verkfall er viðbót við hefðbundnar vinnustöðvanir bílstjóra Eflingar.Bílstjórar á einkareknum strætóleiðum, hafa lagt til fargjaldaverkfall.

Verkafólk á lægstu launum í röðum Eflingar hefur stigið fram og skipulagt ýmsar nýstárlegar verkfallsaðgerðir sem eru hluti af verkfallsáætlun Eflingar. Bílstjórar á einkareknum strætóleiðum, sem starfa undir miklu álagi og verða fyrir ítrekuðum brotum á kjarasamningi, hafa lagt til fargjaldaverkfall sem hefst 18. mars. Þetta verkfall er viðbót við hefðbundnar vinnustöðvanir bílstjóra Eflingar.

Hótelstarfsfólk mun gera mikilvægi starfa sinna ljóst á afgerandi máta með því að hætta hluta þeirra, af stigvaxandi þunga. Til að mynda munu  þau hætta klósettþrifum og leggja niður störf tengd morgunverði, þar til ótímabundið verkfall hefst á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí.

Þessar aðgerðir eru til viðbótar við hefðbundnar vinnustöðvanir sem eru samræmdar með VR. Samninganefnd Eflingar samþykkti tillögu um allar vinnustöðvanirnar á fundi sínum í gærkvöldi.

Aðgerðir vorsins hefjast á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars, í verkfalli sem var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þessari viku. Þernur á hótelum, raddlaus og einangraður hópur, fékk þar tækifæri til að kjósa um verkfallið sitt þegar Eflingarbíllinn, færanlegur kjörstaður, fór á milli vinnustaða þeirra.

„Baráttuandi hótelstarfsfólksins sem við hittum á bíltúrnum hefur verið okkur mikill innblástur,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. „Við höfum leitast við að færa félagið til þeirra, að opna þeim dyr í þátttöku í samfélaginu. Verkföllin okkar miða að því að vera þátttökuverkföll, ekki eingöngu heimasetuverkföll, og eiga að vera sem mest í höndum félagsmannanna sjálfra. Við erum gífurlega stolt af því starfi sem þessi verkföll byggja á.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: