„…að þetta var hættulegt, kjánalegt, tilgangslaust brölt.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem nú stendur í málþófi á Alþingi. Athygli vekur að hann hefur látið sig vanta á hverja fjóra fundi af fimm fundum.
Smári McCarty skrifar:
„Núna er Miðflokkurinn búinn að sóa tveimur dögum á Alþingi í að röfla um mál sem þeir höfðu ekki að neinu leyti lýst óánægju með í nefndarvinnunni. Reyndar þótti þeim þetta það ómerkilegt mál þá, greinilega, að fulltrúi Miðflokksins í nefndinni sá hvorki ástæðu til að mæta á nefndarfundina, né að skila nefndaráliti um málið. Reyndar er sá fulltrúi, sem jafnframt er formaður Miðflokksins, með aðeins 21% mætingu á fundi nefndarinnar. Það er ekki ljóst hve miklu tjóni þetta kjaftæði hefur valdið, en ég vona innilega að almenningur áttar sig á að þetta var hættulegt, kjánalegt, tilgangslaust brölt.“