Ekki er á nokkurn mann leggjandi að hlusta á allar ræður Miðflokksmanna.
Ekki er á nokkurn mann leggjandi að hlusta á allar ræður Miðflokksmanna á Alþingi í umræðu um meðferð krónueigna.
Ein af ræðum formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, er komin á vef Alþingis. Þar gerir hann mikið úr hlut Miðflokksins. En ekki hvað.
„Þegar þingmenn Miðflokksins uppgötvuðu það óvænt hér á síðasta degi þingstarfa í
desember að hæstvirtur fjármálaráðherra vildi lauma þessu máli inn og í gegn, brugðust menn að sjálfsögðu við því. Þá má segja að fyrst hafi hringt viðvörunarbjöllum. Svo er það rétt að þingmenn sem höfðu hugsað sér að taka þátt í þessari umræðu náðu ekki að gera það í 1. umræðu í janúar þegar málinu var í rauninni smeygt hér í gegn á meðan allsherjardellumakkerí var í gangi annars staðar í þinghúsinu út af allt öðrum málum. Þá aftur veltir maður fyrir sér tímasetningunni og hvernig að þessu var staðið.“
Meira seinna ef ástæða verður til.