- Advertisement -

Djúpríkið vill fjóra bankastjóra

Lilja þykir nú, sem fyrr, líklegust allra til að verða bankastjóri.

Nýjasta frétt úr Djúpríkinu: Til stendur að skipa fjóra bankastjóra í Seðlabankann. Í stað þess eina sem nú situr. Og lætur brátt af störfum.

Af hverju fjóra? Það eru bara þrír flokkar í ríkisstjórninni.

Tilgáturnar eru þessar:

1.     Djúpríkið vill gera klárt fyrir Miðflokkinn, þurfi að sjanghæa hann í ríkisstjórnina.

2.    Djúpríkið vill beygja sig niður í tær og hleypa fulltrúa úr Borgartúni 35 í bankastjórastól.

Fyrir fjölflokka ríkisstjórnir er ótækt að hafa bara einn bankastjóra. Því á að redda málinu. Í eitt skipti fyrir öll.

En skal áréttað að Lilja Dögg Alfreðsdóttir er líklegust til að verða aðalbankastjórinn. Svo segja heimildir úr Djúpríkinu.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: