- Advertisement -

Ráðherra fer gegn vilja Alþingis

Ráðherra á að framkvæma vilja Alþingis.

Katrín Oddsdóttir skrifar á Facebook:

Þessi frétt gefur tilefni til að skoða það hvort framkvæmdavaldið á Íslandi hafi tekið sér fullt og endanlegt vald yfir löggjafarvaldinu.
Formenn allra flokka á Alþingi ályktuðu um að Ísland skyldi gangast undir eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Nú segir dómsmálaráðherra að það standi ekki til því hún sé ekki búin að „kostnaðargreina“ slíka aðgerð, auk þess sem hún telji þessa nefnd tilgangslausa. Þó hefur þessi ályktun Alþingis ekki verið dregin til baka. 
Með öðrum orðum velur ráðherrann að fara gegn yfirlýstum og þverpólitískum vilja Alþingis sem vill veita minnihlutahóp rétt til að kvarta yfir mögulegum mannréttindabrotum.
Ráðherra á að framkvæma vilja Alþingis, þess vegna heitir vald hans framkvæmdarvald. 
Ráðherraræði er ekki hluti af íslenskri stjórnskipan samkvæmt gildandi stjórnarskrá. 
Við þurfum nýja stjórnarskrá til að aðgreina með skýrum og afgerandi hætti þessar ömurlega samfléttuðu stoðir opinbers valds á Íslandi.

Sjá fréttina hér: https://www.frettabladid.is/frettir/island-se-feimi-vi-a-tryggja-rett-fatlara-1?fbclid=IwAR2rK-2MR46KYcdNQfficgV_u2rYxweEVRtTIyCl3x_2ySxde-nQiG7bFUk


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: