- Advertisement -

Ráðherrann tekur undir harmkvælin

Hún vinnur við ræstingar á tveimur stórum hótelum.

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Það er sorglegt að ráðherra ferðamála, yngst allra kvenna til að taka við ráðherraembætti, skuli ekki einu sinni hugsa sig tvisvar um áður en hún ákveður, í viðtali við Fréttablaðið, að taka undir harmkvælin um að ferðaþjónustan hafi það svo slæmt og að það sé sérlega ósanngjarnt að aðgerðir bitni á þeirri atvinnugrein sem skapað hafi flest störfin án þess að minnast einu orði á þau smánarlaun sem tíðkast og að það sé auðvitað skylda þeirra sem hagnast á vinnu annara að deila gróðanum af sanngirni. Þarna fáum við enn eina ferðina að upplifa að fyrir þeim sem fara með völd á Íslandi er fólkið sem vinnur vinnuna svo ómerkilegt að það tekur því ekki einu sinni að nefna það. Þórdís Kolbrún hefði td. getað eitt nokkrum orðum í að segja hvað henni þætti hörmulegt að heyra af því að launakjör Eflingar-kvenna í ferðabransanum séu svo lág að þær eigi ekki fyrir leigu og að í annari eða þriðju viku mánaðarins sé jafnvel erfitt að kaupa í matinn. En, nei, ekki eitt orð um það, enda hafa láglaunakonur sjaldan skipt ráðherra þjóðarinnar miklu máli.

En þótt að Þórdís Kolbrún kippi sér ekkert upp við að frétta af því að láglaunakonur hafi það skítt er ég sannfærð um að önnur sem búa í þessu samfélagi hugsa öðruvísi, að flestum sem byggja þetta land með konunum á verstu laununum svíður sannarlega óréttlærið og eru þessvegna tilbúin að standa með okkur í þeirri mikilvægu baráttu sem nú er að hefjast. Ég er satt best að segja sannfærð um það. Því að ef við ætlum í raun og veru að vera sú jafnréttisparadís sem við segjumst vera og sem ráðamenn þjóðarinnar tala fjálglega um erlendis, þá hljóta öll að sjá að ekki gengur lengur að ætla að skilja stóran hóp kvenna, verka og láglaunakvenna, eftir á botninum með þeim skilaboðum að þær, lífskjör þeirra og velsæld, komi barasta engum við nema þeim sjálfum.

Forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag.

„Ég vonast innilega til þess að tillagan verði samþykkt og að við getum farið í verkfall,“ segir Zsófia í samtali við Fréttablaðið. Zsófia er ungversk og flutti til Íslands fyrir þremur árum. Hún vinnur við ræstingar á tveimur stórum hótelum í miðbæ Reykjavíkur, og er trúnaðarmaður Eflingar á báðum vinnustöðum. Í samtali við blaðamann segir hún reynslu sína af því að starfa á Íslandi skelfilega, einmitt vegna þeirra aðstæðna sem hún berst nú fyrir að verði leiðréttar. „Eins og ég sé stöðuna þurfa atvinnurekendur að finna fyrir þrýstingi og finna fyrir því að við munum gera allt í okkar valdi til að breyta stöðunni eins og hún er núna.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: