- Advertisement -

Vilja auka völd ráðherra

Val­nefnd­ir hafa mik­il áhrif þrátt fyr­ir ábyrgðarleysið.

„Sú umræða ein­skorðast gjarn­an við krón­ur og aura, en það sem Sig­urður Ingi benti á og snýr að völd­um stjórn­mála­mann­anna ann­ars veg­ar og völd­um ým­issa and­lits- og ábyrgðarlausra nefnd­ar­manna hins veg­ar er miklu stærra mál,“ skrifar Davíð í Moggann sinn og vitnar þar til orða formanns Framsóknarflokksins í útvarpinu K-100.

„Nú má út af fyr­ir sig deila um hvort bankaráðin fóru út fyr­ir eig­enda­stefn­una eins og hún er orðuð, en sú ábend­ing Sig­urðar Inga, að al­mennt hefði verið gengið of langt í að af­henda völd kjör­inna full­trúa and­lits­laus­um nefnd­um, er fylli­lega rétt­mæt.“

Ljós er áhugi þeirra beggja til að stjórnmálamenn, helst ráðherrar, fái meiru ráðið.

„Hann nefndi til dæm­is „val­nefnd­ir sem eru and­lits­laus­ar en síðan er það ráðherr­ann sem ber ábyrgð á niður­stöðunni“.“

Og Davíð skrifar: „Þetta er vel þekkt vanda­mál og nokkuð sem verður að taka á. Val­nefnd­ir hafa mik­il áhrif þrátt fyr­ir ábyrgðarleysið og hafa jafn­vel reynt að stilla ráðherr­um upp við vegg, eins og til dæm­is þegar val­nefnd reyndi að ráða að öllu leyti vali dóm­ara í lands­rétt með því að mæla með ná­kvæm­lega þeim fjölda sem skipa átti í rétt­inn.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: