- Advertisement -

Bæjarstjórinn greiddi tugi milljóna úr bæjarsjóði án heimildar

Bæjarfulltrúi Miðflokksins vill óháða rannsókn.

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ, er sakaður um að hafa greitt tugi milljóna úr bæjarsjóði. Það gerði hann til að létta á afleiddri fjárhagsstöðu Golfklúbbs Mosfellsbæjar.

Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins, ætlar að krefjast óháðrar rannsóknar vegna málsins.

Tugir milljóna króna virðast hafa verið greiddar úr sjóðum Mosfellsbæjar án þess að fyrir hafi legið fullnægjandi lánsloforð frá fjármálafyrirtæki að fjárhæð allt að 450 milljónum króna sem virðist vera samningsbundin forsenda fyrir því að greiða mætti styrk til Golfklúbbs Mosfellsbæjar úr sjóðum bæjarins. Mun fulltrúi Miðflokksins væntanlega krefjast óháðrar rannsóknar á málinu. Sökum þessa leitar nú stjórn Golfklúbbs Mosfellsbæjar eftir enn á ný eftir fjármagni eðli máls samkvæmt.

„Allt bendir til að lausatök séu á fjárhag Golfklúbbs Mosfellsbæjar og er útsvarsgreiðendum ætlað að bera tjón sem af þeim hlýst. Bæjarstjóri virðist hafa tekið ákvörðun upp á sitt einsdæmi að greiða styrk til GM án heimildar,“ segir Sveinn Óskar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: