Það er líka hægt að sætta sig við 67fm miðsvæðis á aðeins 265 þusund krónur.
Róbert Reynisson skrifar:
Dæmi um leiguhúsnæði á vegum Almenna leigufélagsins. 88fm 3ja herbergja íbúð í Fífuseli á rétt litlar 260 þúsund íslenskar. Það er líka hægt að sætta sig við 67fm ef vilji er til að búa miðsvæðis á aðeins 265 þúsund krónur. En þess ber að geta að um stórglæsilegar íbúðir er að ræða samkvæmt leigusala.
Afhverju erum við að fara fram á mannsæmandi laun? Ekki til að smella sér til Tene með börnin svo mikið er víst. Það þarf svo ofan á leiguna að eiga fyrir fæði og klæðum á sjálfan sig og börnin. 6.500 krónu afsláttur af skatti gerir mér kleift að fjármagna rétt rúmlega hálft strætókort mánaðarins.
Fyrir utan svona leiðinda tuð yfir smámunum er gott að búa á landinu fagra.
Fengið af Facebooksíðu Róberts.