Neytendur Karlar á BMW bílum eru, eða kannski voru, tífalt líklegri til að lenda í eins bíls slysum eins og útafakstri heldur en karlar á Toyotabílum. Ný slysarannsókn frá sænska tryggingafélaginu Folksam leiðir þetta í ljós og þetta kemur fram á heimasíðu FÍB, sjá hér.
Þessi rannsókn er sú fyrsta sem Folksam hefur gert á bílum og ökumönnum tiltekinna bifreiðategunda og hvort hlutfallslegur munur sé milli bíltegundanna á því hversu oft þær lenda í áföllum. Skoðuð voru 56 þúsund slys sem urðu á árinu 2003. Frá þessu er greint í sænskum fjölmiðlum.
Anders Kullgren yfirmaður slysarannsókna hjá Folksam segir við SVT að meginástæða þessa sé sú að ungir, lítt þjálfaðir en áhættusæknir ungir ökumenn sogist að BMW bíltegundinni vegna þess að þetta séu vandaðir og karftmiklir bílar sem gaman sé að aka.
Fyrir neðan BMW á þessum „slysabílalista“ gefur að líta tegundirnar Chrysler, Jeep og Rover. Rannsóknin leiðir ennfremur í ljós að karlmenn séu 60 prósent líklegri er að fara sér að voða í akstri heldur en konur. Þær bílategundir sem virðast kalla fram minnsta áhættuhegðun ökumanna eru Toyota, Seat, Suzuki og Skoda.