Frábært viðtal við Styrmi og Ögmund.
Styrmir Gunnarsson og Ögmundur Jónasson voru gestir Gunnars Smára Egilssonar í þættinum Annað Ísland á Útvarpi Sögu síðdegis í gær.
Styrmir, sem er á skjön við forystu Sjálfstæðisflokksins í mörgum málum, sagði í þættinum að þegar hann mæti á fundi hjá flokknum lýsi margir stuðningsmenn flokksins stuðningi við viðhorf Styrmis, en eingöngu í einrúmi, þegar aðrir heyri ekki til.
Um stöðuna í kjaramálunum sagði Styrmir meðal annars: „Það er alveg ljóst, og það varð ljóst með launahækkunum kjararáðs, en ég held að ríkisstjórnin hreinlega átti sig bara ekki á hvað er að fara að gerast hérna“.
Viðtalið við þá Styrmi og Ögmund var ekki bara fróðlegt. Heldur líka spennandi, átök, upplýsingar og hvað eina. Eins og útvarp verður best.
Hér er hægt að hlusta á hið fína viðtal. Eitt það besta í útvarpi í langan, langan tíma.