Ný stjórnarskrá sem hverjir aðrir órar
„Ég legg áherslu á hægfara breytingar.“
„Ég leyfi mér að segja að þetta eru eins og hverjir aðrir órar. Það sem vantar er kannski í meginatriðum tvennt, ákvæði um að tryggja auðlindir landsins í eigu þjóðarinnar annars vegar og síðan lýðræðisumbætur af ýmsu tagi þar sem hæst ber jöfnun kosningarréttar, beint lýðræði og persónukjör,“ sagði Ólafur Ísleifsson á Alþingi í gær.
Hann sagði ánægjulegt að fá tækifæri til að ræða stjórnarskrána. „Það er mikil iðn af hálfu sumra að tala niður gildandi stjórnarskrá, lýðveldisstjórnarskrána frá 1944 sem samþykkt var með þorra atkvæða atkvæðisbærra manna á sínum tíma. Það virðist líka vera mikil iðn hér af hálfu sumra að tala eins og að verkefnið sé það að við samþykkjum hér algjörlega nýja stjórnarskrá og kollvörpum þannig gildandi stjórnskipan landsins.“
Og Ólafur endaði svona: „Ég legg áherslu á hægfara breytingar sem gerðar eru í víðtækri sátt.“