Forstjórar með allt að sjö milljónir á mánuði
Laun verkafólks eru við fátæktarmörk.
Björgvin Guðmundsson skrifar:
Ofurlaun yfirstéttarinnar eru yfirgengileg. Forstjóri Haga er með 7 millj á mánuði, forstjóri TM með 4,7 millj., forstjóri Sjóvá með 4,7 millj. forstjóri Granda með 4,7 millj., og forstjóri Símans með 4,4 millj.
Meðallaun 18 fyrirtækja, sem eru í kauphöllinni eru 5 milljónir á mánuði! Þetta er yfirgengilegt og leiðir í ljós,að að það búa tvær þjóðir í þessu landi: Yfirstéttin, sem rakar til sín peningum og i skjóli ráðamanna tók sér óheyrileg laun, (þar á meðal hækkuðu laun þingmanna um 70% og laun ráðherra um 64% ) og laun verkafólks sem eru við fátæktarmörk.
Það er verið að halda lægst launaða verkafólki niðri svo það hafi varla til hnífs og skeiðar. Er ekki tímabært að breyta þessum, jafna gæðunum réttlátlega milli þegnanna.