„Þess vegna eru ritstýrðir og vandaðir hefðbundnir fjölmiðlar svo mikilvægir.“
Davíð varar við samfélagsmiðlum í leiðara dagsins. Segir þá geta blekkt fólk með birtingu á röngum skrifum.
„Þetta eru ný fyrirbæri sem hafa breiðst hratt út og hömlulaust. Og hættan fyrir lýðræðið er ekki helst fólgin í því að persónuupplýsingar séu misnotaðar, þó að það sé út af fyrir sig alvarlegt. Hættan fyrir lýðræðið sem fylgir þessum nýju miðlum er ekki síst sú að þeir sem sækja megnið af upplýsingum sínum í þessa miðla fá afar skakka mynd af því sem um er að vera í þjóðfélaginu,“ skrifar hann.
Og svo: „Þess vegna eru ritstýrðir og vandaðir hefðbundnir fjölmiðlar svo mikilvægir. Þeir eru eina vörn samfélagsins gegn þeirri skökku heimsmynd sem ella blasir við.“
Það er nokkuð til í þessu, en þar sem Davíð er maður vel yfir meðalgreind er víst að innst inni veit hann að þetta á ekki við Moggann, eða hvað?