- Advertisement -

Nátttröllið við Háaleitisbraut

Lög­mál frum­skóg­ar­ins urðu alls­ráðandi í ís­lenzku viðskipta­lífi snemma á nýrri öld.

Hér er, á ábyrgð ritstjóra Miðjunnar, stuðst við valda kafla úr grein Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem birtist í því blaði í dag.

Fyrirsögn. Myndaval og myndatextar eru Miðjunnar.

Styrmir skrifar: „Sjálf­stæðis­flokk­ur síðustu ald­ar barðist fyr­ir frjálsu fram­taki ein­stak­linga og sam­keppni en hann studdi líka vel­ferðar­kerfið, sem Alþýðuflokk­ur­inn var óum­deil­an­lega höf­und­ur að á fjórða tug síðustu ald­ar. Sum­ir sögðu reynd­ar að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefði orðið svo stór flokk­ur sem raun bar vitni þá vegna þess að hann hefði „stolið“ þeim hug­sjón­um Alþýðuflokks­ins. Þessi stuðning­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins við vel­ferðar­kerfið var ekki sýnd­ar­mennska eins og sjá mátti á þeim merku um­bót­um, sem urðu í fé­lags­legri þjón­ustu Reykja­vík­ur­borg­ar í borg­ar­stjóratíð Geirs Hall­gríms­son­ar.“

„Fyr­ir um fjór­um ára­tug­um varð til inn­an flokks­ins sterk hreyf­ing ungs fólks, sem kenndi sig við þær hug­mynd­ir ný­frjáls­hyggj­unn­ar svo­nefndu, sem mótuðu tíma Ronalds Reag­ans og Mar­grét­ar Thatcher.“

Breytingar urðu þegar nýtt fólk komst til valda í Sjálfstæðisflokknum, undir forystu Davíðs Oddssonar.

Um það skrifar Styrmir: „Fyr­ir um fjór­um ára­tug­um varð til inn­an flokks­ins sterk hreyf­ing ungs fólks, sem kenndi sig við þær hug­mynd­ir ný­frjáls­hyggj­unn­ar svo­nefndu, sem mótuðu tíma Ronalds Reagans og Mar­grét­ar Thatcher. Vandi þeirra hér var sá, að á af­skekktri eyju og í fá­mennu sam­fé­lagi kom í ljós að lög­mál markaðar­ins virkuðu ekki nema að litlu leyti. Hér var meira um fákeppni (annað orð yfir ein­ok­un) held­ur en frjálsa sam­keppni.“

Og afleiðingarnar, hverjar urðu þær?

Styrmir: „En hug­mynda­fræði ný­frjáls­hyggj­unn­ar átti áreiðan­lega þátt í því að stjórn­völd þeirra tíma brugðust ekki af nægi­legri festu við því, þegar lög­mál frum­skóg­ar­ins (ekki markaðar­ins) urðu alls­ráðandi í íslenzku viðskipta­lífi snemma á nýrri öld.“

Já, lögmál frumskógarins urðu allsráðandi.

En aðrir flokkar?

Styrmir: „Enn at­hygl­is­verðara var þó að vinstri flokk­arn­ir og síðar arf­tak­ar þeirra brugðust held­ur ekki við, held­ur þvert á móti. Fyrstu millj­arðamær­ing­arn­ir urðu til á Íslandi vegna ákvörðunar vinstri stjórn­ar 1990, sem Alþýðuflokk­ur og Alþýðubanda­lag áttu aðild að, um að gefa framsal kvót­ans frjálst. Þar er rót þess ójöfnuðar hér sem mót­ar mjög póli­tísk­ar umræður í okk­ar sam­tíma. Og vinstri menn létu ekki þar við sitja. Þetta er bak­grunn­ur þeirra þjóðfé­lags­átaka, sem standa yfir á Íslandi í dag.“

Og um hvað snúast þjóðfélagsátökin?

„Þau snú­ast um það, hvort það eigi að verða til hér á Íslandi tvö sam­fé­lög í stað eins, tvær þjóðir í stað einn­ar, þar sem til­tölu­lega fá­menn­ir hóp­ar búa vel um sig í krafti aðstöðu, og verj­ast af hörku þegar hinn hóp­ur­inn, sem er mun fjöl­menn­ari seg­ir: hingað og ekki lengra.“

Styrmir spyr sjálfan sig og svarar: „End­ur­spegl­ar flokka­kerfið á Íslandi þessi átök eða þenn­an skoðanamun?

Það er ekki að sjá. Að sumu leyti má segja að stjórn­mála­stétt­in, sem ræður ferðinni í öll­um flokk­um, standi sam­an um að verja þá aðstöðu, sem hún hef­ur búið til í kring­um sjálfa sig og meðreiðar­sveina sína, þ.e. æðstu emb­ætt­is­menn, stjórn­end­ur rík­is­fyr­ir­tækja og stofn­ana.“

Fyrstu millj­arðamær­ing­arn­ir urðu til á Íslandi vegna ákvörðunar vinstri stjórn­ar 1990, sem Alþýðuflokk­ur og Alþýðubanda­lag áttu aðild að, um að gefa framsal kvót­ans frjálst.

Og hver er staðan er hverjar eru og eða verða afleiðingarnar?

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er enn stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn, þótt hann sé aðeins svip­ur hjá sjón miðað við það sem áður var. Þessi þjóðfé­lags­átök má greina þar inn­an dyra, þótt þau hafi ekki birzt op­in­ber­lega að neinu ráði.

Kjara­samn­ing­arn­ir, sem nú standa yfir snú­ast í raun um átök þess­ara tveggja þjóðfé­lags­hópa. Í þeim báðum er fólk úr öll­um flokk­um.

Ef hinir hefðbundnu stjórn­mála­flokk­ar, sem hér urðu til snemma á síðustu öld, laga sig ekki að breytt­um aðstæðum og nýj­um viðhorf­um, leiðir það til ein­hvers kon­ar „bylt­ing­ar“ á flokka­skip­an, sem sam­tím­inn dæm­ir þá úr­elta.“

Allur texti Miðjunnar er skáletraður til aðgreiningar frá texta Styrmis Gunnarssonar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: