Vel er hægt að ímynda sér angistina og óöryggið.
Sanna Magdalena Mörtudóttur Sósíalistaflokki bendir á að biðtími eftir fé́lagslegu leiguhúsnæði er oft um fimm ár. „Meðalbíðtími þeirra sem fengu úthlutað félagslegt húsnæði árið 2018 var 35 mánuðir eða tæp þrjú ár.“
Gerð var könnun á stöðu þeirra sem bíða eftir félagslegu húsnæði.
„Þetta eru sláandi niðurstöður og sorglegt að aðstæður sumra fjölskyldna með börn séu svona slæmar í Reykjavík. Hér eru lýsingar sem eru á pari við lýsingar sárfátæks fólk i löndum sem eru langt því frá að vera eins rík og vel sett og Ísland og Reykjavík,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins.
„Vel er hægt að ímynda sér angistina og óöryggið sem börnin í þessum aðstæðum eru að upplifa. Það fer gríðar illa með börn að búa í langvarandi óöryggi og skynja þau flest þegar þroski færist yfir, áhyggjur og jafnvel vonleysi foreldrana sem hefur síðan margföldunaráhrif á slæma líðan barnanna,“ segir Kolbrún.
Hún bendir á að nú séu 944 einstaklingar á biðlista eftir félagslegu húsnæði, fjórðungur er með börn á framfæri. Á biðlista eftir félagslegu húsnæði í byrjun árs 2015 voru 827, nú í byrjun árs 2019 voru 901 á biðlista.
„Stefnuleysi í þessum málaflokki önnur en að fjölga félagslegu leiguhúsnæði hefur ekki fækkað fólki á biðlista.“
Fulltrúar meirihlutaflokkanna lesa annað úr skýrslunni: „Í skýrslunni kemur fram að þann 1. sept. 2018 voru 944 einstaklingar á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði en voru 901 þann 1. jan. 2019 og fer því fækkandi.“