- Advertisement -

Hagsmunir vinnuaflsins ráða ekki för

Ákvarðanir um efnahagsmál og hagstjórn hafa verið teknar með hagsmuni auðstéttarinnar í huga.


Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skrifar:

Það er ólýðræðislegt að neita að taka tillit til þarfa og langana vinnuaflsins. Það er ólýðræðislegt að láta eins og vinnuaflið eigi ekki að koma að því að taka ákvarðanir sem snúa að skiptingu gæðanna, að tilvera vinnuaflsins sé svo ómerkileg að það þurfi ekki að velta henni fyrir sér.

Staðreyndin er sú að þau sem ráða stefnumótun í efnahagsmálum og ákvörðunum um þau eru í reynd þau sem ákveða hvernig forgangsröðunin er í þjóðfélaginu, hvernig þjóðfélagið okkar verður. Og þegar að við horfum á æðisgengna auðsöfnun fámennrar yfirstéttar, misnotkun skattkerfisins í þeim tilgangi að koma þessu sama fólki undan því að taka eðlilegan þátt í samneyslunni og svo efnahagslegar aðstæður láglaunafólks (á þá sturlun sem ríkir á leigumarkaði svo aðeins eitt dæmi sé nefnt) er hinn einfaldi sannleikur augljós, svo augljós að það þarf ansi sérstakt innræti til að viðurkenna hann ekki:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ákvarðanir um efnahagsmál og hagstjórn hafa verið teknar með hagsmuni auðstéttarinnar í huga, hagsmunir vinnuaflsins hafa ekki ráðið för í einni einustu ákvörðun.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: