„Er slegin yfir siðleysinu“
Hvernig á að vera hægt að treysta þessum stjórnendum.
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segist slegin yfir „siðleysinu“ sem Persónvernd hefur nú gert alvarlegar athugasemdir við.
„Þarna var verið að misnota ungt fólk, innflytjendur og eldri borgara, hópa sem eru kannski í lakari stöðu til að sjá í gegnum gildishlaðin skilaboð og í einu tilviki röng skilaboð til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þeirra í kosningunum. Ég er slegin yfir þessu siðleysin, það er hver skandallinn á eftir öðrum, líður varla vika að ekki komi eitthvað nýtt upp,“ segir Kolbrún.
„Allt frá upphafi á mínum stutta feril í borgarstjórn rekur hver uppákoman aðra sem sýnir okkur hvernig farið er með fjármuni borgarbúa. Hvernig á að vera hægt að treysta þessum stjórnendum eftir allt sem á undan er gengið nú þegar þetta bætist ofan á. Persónuvernd telur það ámælisvert að borgin hafi ekki veitt upplýsingar um alla þætti málsins eftir að stofnunin óskaði eftir því með bréfi dags. 14. maí 2018, segir í ákvörðunarorðum Persónuverndar,“ segir borgarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir.