- Advertisement -

Stærðu sig af spillingunni

Á sama tíma neita þeir Sigmundur og Gunnar að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til þess að svara fyrir orð sín.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar:

Eitt sem mér finnst alls ekki mega gleymast við Klaustursmálið er að Miðflokks þingmennirnir fjórir kærðu Báru Halldórsdóttur til Persónuverndar fyrir að hafa tekið upp samtal þeirra. Samtal þar sem Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð stæra sig meðal annars af spillingarsamkomulagi við Bjarna Benediktsson og Guðlaug Þór. Persónuvernd hefur málið til meðferðar og getur ákveðið að beita Báru háum sektum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á sama tíma hafa þeir hafið málaferli gegn Bára Halldórsdóttir og ætla sér að henni verði gert að borga þeim skaðabætur fyrir að hafa tekið upp viðbjóðinn og spillingargortið sem vall uppúr þeim.

Á sama tíma neita þeir Sigmundur og Gunnar að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til þess að svara fyrir orð sín.

Á sama tíma fréttist ekkert frá ríkissaksóknara um rannsókn á spillingargorti þeirra félaga.

Á sama tíma fréttist ekkert frá ríkissaksóknara um rannsókn á spillingargorti þeirra félaga.

Ef við umorðum þessa stöðu aðeins út frá valdastöðu, réttarríki og réttlæti þá horfir hún svona við mér:

Fjórir þingmenn, handhafar löggjafarvalds og þinghelgi beita fyrir sig dómskerfinu og framkvæmdarvaldinu til þess að ná höggi á uppljóstrara sem upplýsti almenning um spillingargort og haturstal þingmannanna.

Dómsvaldið hefur í fyrstu atrennu neitað þeim um að láta beita sér gegn Báru en við vitum ekki hvað gerist ef þeir höfða mál á hendur henni.

Framkvæmdarvaldið Persónuvernd hefur ákveðið að taka kæru þingmannanna til meðferðar en bíða með málsmeðferð þar til dómstólar hafa lokið sinni. Af fréttatilkynningu Persónuverndar 21. des sl. að dæma hlýtur að draga til tíðinda þeim megin fljótlega því stofnunin segist bíða með ósk sína um að fá afhentar Klaustursupptökurnar frá Báru og upptökur úr öryggismyndavélum Klausturs þar til Landsréttur úrskurði um gagnaöflunarbeiðni þingmannanna. Nú þegar henni hefur verið hafnað hlýtur því Persónuvernd að bregðast við og halda áfram málsmeðferðinni eða bíða og sjá hvort Klaustursþingmennirnir fari lengra fyrir dómstólum.

Framkvæmdarvaldið Ríkissaksóknari, sem hefur það í höndum sér að rannsaka spillingu innan stjórnkerfisins hefur þó ekkert sagt um hvort það taki mögulegt spillingarbrot Sigmundar, Gunnars Braga, Bjarna og Guðlaugs Þórs til rannsóknar. Ég hef ekki séð fjölmiðla ganga á eftir svörum frá ríkissaksóknara um hvort það standi yfirhöfuð til. Ég vil eindregið hvetja fjölmiðlafólk til þess.


Því í mínum huga er valdamisvægið algert: þingmenn varðir þinghelgi og góðum efnum beita fyrir sig báðum hinum öngum ríkisvaldsins gegn konu sem ríkið skammtar lúsarlaun.

Því í mínum huga er valdamisvægið algert: þingmenn varðir þinghelgi og góðum efnum beita fyrir sig báðum hinum öngum ríkisvaldsins gegn konu sem ríkið skammtar lúsarlaun.

Ég veit ekki hvort lögin okkar séu nógu sterk til þess að vernda uppljóstrarann Báru, þó ég voni það innilega.

Eitt veit ég þó: Það mun skipta miklu um útkomu þessarar herferðar Miðflokksmanna hvort að framkvæmdarvaldið og dómsvaldið kjósi að standa með rétti almennings til upplýsinga og gegn spillingu og valdníðslu eða velji meðvirkniskast með þessum ábyrgðarlausu og tuddalegu þingmönnum.

Því þrátt fyrir valdastöðu sína þá eru þingmennirnir ekki ósnertanlegir ef kerfið ákveður að standa með almenningi frekar en þeim sem valdið hafa.

Fengið af Facebooksíðu Þórhildar Sunnu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: