- Advertisement -

Aukaíbúðir leysa ekki vandann

„…í hræðilegri stöðu út af hús­næðiskrepp­unni…“

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks Íslands, seg­ir aukn­ar heim­ild­ir í hús­næðismál­um fyrst og fremst þjóna hús­eig­end­um. Það komi hús­eig­end­um vel að kerfið sé ein­faldað vilji þeir bæta við íbúðum. Þetta má lesa í Mogganum í dag.

„En þetta er eng­in töfra­lausn á hús­næðiskrepp­unni. Það er já­kvætt að heyra að mögu­lega geti fleiri íbúðir komið á leigu­markaðinn en það þjón­ar fyrst og fremst hús­eig­end­um sem geta þá gert breyt­ing­ar á sínu hús­næði. Þótt það komi mögu­lega fleiri íbúðir á markaðinn eru þá vænt­an­lega fyrst og fremst einkaaðilar leigu­sal­ar.

Við styðjum hins veg­ar að óhagnaðardrif­in leigufélög séu ráðandi. Það er ekki staðan í dag. Maður veit held­ur ekki hversu marg­ir geta nýtt þetta og þannig komið fleiri íbúðum á leigu­markaðinn. Þetta er gott fyr­ir hús­eig­end­ur en ég sé ekki að þetta sé gott fyr­ir þá sem eru verst sett­ir á hús­næðismarkaði. Þeir eru í hræðilegri stöðu út af hús­næðiskrepp­unni og greiða hátt hlut­fall af ráðstöf­un­ar­tekj­um sín­um í leigu. Borg­in skapaði þessa stöðu og maður sér ekki að hús­eig­end­ur muni setja fjölda leigu­íbúða á markaðinn,“ seg­ir Sanna Magda­lena við Moggann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: