- Advertisement -

Seðlabankinn tapaði öllum dómsmálunum

Birgir Þórarinsson spurði um afrakstur gjaldeyriseftirlits Seðlabankans.

Þrisvar hefur Seðlabankanum verið stefnt fyrir dómsmála. Bankinn hefur tapað öllum málunum, sem öll lúta að gjaldeyriseftirliti bankans.

Þá hafa Seðlabankanum borist erindi frá umboðsmanni Alþingis vegna níu kvartana til umboðsmanns vegna takmarkana samkvæmt lögum og reglum um gjaldeyrismál, vegna meðferðar mála hjá gjaldeyriseftirlitinu og samskipta bankans við utanaðkomandi aðila. Að fengnum skýringum Seðlabankans í þeim málum sem lokið hefur verið hjá umboðsmanni við ritun bréfs þessa taldi umboðsmaður ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna kvartananna.

Þá hefur Seðlabnkanum borist erindi Persónuverndar vegna þriggja kvartana utanaðkomandi aðila vegna gjaldeyriseftirlits á árunum 2010–2012. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Allt þetta og meira til kemur fram í svari við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar Miðflokki.

Í svarinu kemur fram að gjaldeyriseftirlitið hefur alls kostað rúman milljarð. Aftur á móti hafa sektir og annað, sem hafa hlotist af starfi gjaldeyriseftirlitsins, numið rúmum 200 milljónum.

Hér er þingskjalið, þar eru margar upplýsingar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: