- Advertisement -

Sigríður tekur sýslumannninn af Eyjamönnum

Páll var áberandi óhress: „Þetta er algerlega óboðleg stjórnsýsla.“

Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis og flokksbróðir Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, var á flugvellinum í Vestmannaeyjum í gær. Þar var nýlent sendinefnd dómsmálaráðuneytisins.

„Við eftirgrennslan kom í ljós að hún var þar til að tilkynna heimamönnum að frá og með föstudeginum næsta, ekki á morgun heldur hinn, yrði enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum. Hvorki þingmenn kjördæmisins né bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum höfðu hugmynd um þetta, raunar þvert á móti, því að síðasta haust var þeim aðilum gefið til kynna og fengu þau svör, að einmitt þetta stæði alls ekki til að gera,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi fyrir skömmu.

„Seinna í gærdag kom svo illskiljanleg tilkynning frá ráðuneytinu þess efnis að sýslumaðurinn, sem var í Vestmannaeyjum, hyrfi tímabundið til annarra starfa hjá einhverju sem heitir sýslumannaráð, og tímabundið yrði settur sýslumaður í Vestmannaeyjum án þess þó að vera í Vestmannaeyjum, sýslumaðurinn á Suðurlandi. Og seinna í sömu tilkynningu er sagt að þessar breytingar séu í samræmi við áform dómsmálaráðherra um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins og við frumvarp sem seinna yrði lagt fram á yfirstandandi þingi, sem fæli m.a. í sér að ráðherra yrði á hverjum tíma heimilt að skipa sýslumann yfir fleiri embætti en eitt til allt að fimm ára. Samkvæmt orðanna hljóðan væri þá ráðherra heimilt að skipa kannski bara einn sýslumann yfir allt Ísland til fimm ára og sá yrði örugglega í Reykjavík.“

Páll var áberandi óhress: „Þetta er algerlega óboðleg stjórnsýsla.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: