- Advertisement -

Davíð segir allt að því nei

Svo virðist sem Davíð viti ekki símanúmer Bjarna og sendir honum því glósur með skrifum í Moggann.

Svo virðist sem Davíð Oddsson hafi ekki símanúmerið hjá Bjarna Ben. Davíð kýs hið minnsta að skammast við hann opinberlega, það er á síðum Moggans. Í dag eru það vegaskattarnir fyrirhuguðu.

„Þessa dag­ana fer fram umræða um það hvort hefja eigi inn­heimtu veggjalda af stofn­leiðum til og frá Reykja­vík til þess að fjár­magna tíma­bær­ar end­ur­bæt­ur á þeim. Nýir skatt­ar og aukn­ar álög­ur hafa löng­um verið viðkvæðið þegar ráðast á í fram­kvæmd­ir. Hef­ur nán­ast verið óþægi­legt að fylgj­ast með ákafa stuðnings­manna hug­mynd­ar­inn­ar, þótt efa­semd­ir um ágæti henn­ar virðist nú fara vax­andi,“ skrifar Davíð í leiðara dagsins.

Hann rifjar upp að minn­is­blað sam­gönguráðuneyt­is­ins sýn­ir að álög­ur á öku­menn eru nú þegar langt um­fram þá upp­hæð, sem renn­ur til vega­mála.

„Ef rök­in með veggjöldum eru þau að not­end­ur vega eigi að borga fyr­ir þá er full ástæða til að spyrja hvers vegna ekki er hægt að nota þá pen­inga, sem þeir láta þegar af hendi rakna í fjár­hirsl­ur rík­is­ins, frek­ar en að búa til nýj­ar álög­ur. Ekki má gleyma því að veggjöldum fylg­ir ær­inn kostnaður. Setja þarf upp sér­stök hlið, flók­inn ra­f­ræn­an búnað og viðamikið inn­heimtu­kerfi.“

Er það kannski helsti hvatinn að skattheimtunni. Að einhver, til dæmis fyrirtæki eins og Borgun, fái þar með væna sneið af tertunni. Rétt eins og Finnur Ingólfsson fékk um árið þegar hann eignaðist sísona mælanna alla og skrapaði þannig inn milljörðum.

„Þá er það skrít­in bá­bilja að rukka þurfi veg­far­end­ur sér­stak­lega um lagn­ingu vega og smíði brúa. Uppi­hald heil­brigðis­kerf­is­ins er ekki ein­skorðað við sjúk­linga. Það er hluti sam­neyslu. Er ekki rétt að staldra við áður en lengra er haldið í veggjalda­mál­inu og velta því fyr­ir sér frá öll­um hliðum?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: