- Advertisement -

Þingmenn vita ekki allt

Ef við gleymum okkur í forréttindunum okkar og valdi tel ég að við endum á því að taka ákvarðanir sem eru ekki samfélaginu í hag.

Olga Margrét Cilia, varaþingmaður Pírata, talaði á Alþingi um valdi, valdið sem þingmönnum er falið. Hún segir valdið vera vandmeðfarið.

„Ábyrgðin felst í því að vera tilbúin að viðurkenna mistök. Það felur í sér að viðurkenna að við vitum ekki allt. Og fyrst og fremst felur það í sér skyldu til að hlusta og taka mark á þeim sem kjósa okkur til valda. Ef við gleymum okkur í forréttindunum okkar og valdi tel ég að við endum á því að taka ákvarðanir sem eru ekki samfélaginu í hag,“ sagði Olga Margrét.

Hún leggur til breytingar:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Eitt skref í að efla þessa ábyrgð væri t.d. að opna nefndarfundi. Í nefndum Alþingis eru nefnilega málin rædd, en þar skortir gríðarlega á fjölbreytileika á fundum. Í gær sat ég t.d. fund þar sem voru fimm karlar og tvær konur. Heyrir þetta til undantekninga því að í öðrum nefndum situr kannski bara ein kona. Og það er bara ein breyta. Ég ætla ekki að alhæfa um kynhneigð, fjárhagsstöðu eða aldur þessa fólks. En eitt er víst að þarna liggur vald og það er, á meðan nefndarfundir eru lokaðir, ekki gagnsætt og erfitt að hemja það. Leynd skapar óvissu og óvissa skapar vantraust. Á meðan kerfið er sett upp á þennan hátt verðum við að verða öflugri í því að muna að valdi og forréttindum fylgir ábyrgð.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: