- Advertisement -

Þingmenn; „Ekki vera fávitar“

Brynjar telur að íslenskir þingmenn geti aldrei haldið sig innan marka siðareglna.

Björn Leví skrifar:

Björn Leví Gunnarsson.

„Brynjar segir að siðareglurnar séu að erlendri fyrirmynd og að siðareglurnar hefðu verið liður í því að elta þá þróun sem hefur verið í gangi erlendis. Hann telur þó að íslenskt samfélag sé annars eðlis og að slíkt fyrirkomulag myndi ekki ganga hér á landi.“ Segir þetta ekki allt sem segja þarf? Eina mögulega skýringin á þessari skoðun er að Brynjar telur að íslenskir þingmenn geti aldrei haldið sig innan marka siðareglna eða axlað ábyrgð þegar þær eru brotnar.

Aðrir þingmenn erlendis geta það en ekki við. Erum við öðruvísi mannverur? Nei? Önnur menning? Hlýtur að vera. Af hverju ættum við að vilja menningu þar sem þingmenn geta ekki haldið siðareglur? Mér dettur ekki nein ástæða í hug. Hvað þarf þá að gera? Augljósa svarið er að fá þingmenn sem geta fylgt siðareglum. Það kaldhæðnislega við það er að það á að vera auðvelt að fylgja siðareglum. Það á að vera sjálfgefin hegðun. Siðareglur eru í raun ekki mikið flóknari en „ekki vera fáviti“, sbr. reglan á Eistnaflugi.

Nei, íslenskt samfélag er ekkert annars eðlis Brynjar. Það er einhver málsháttur sem segir að margur heldur ýmislegt um aðra en er í raun að lýsa sjálfum sér. Ætli það sé ekki einfaldasta skýringin á þessu?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: