- Advertisement -

Skúli borgar 100 milljónir á mánuði

Framtíðaráform Skúla Mogensen voru önnur því flugfélagið átti að verða stórtækt í flugi til Asíu.

 

 

„Fjórar 365 sæta farþegaflugvélar áttu að bætast við flota WOW air í ár. Tvær þeirra standa fullmálaðar við verksmiðju Airbus í Toulouse. Leiga á einni þotu af þessari gerð getur numið um 100 milljónum króna á mánuði,“ segir á turisti.is.

Þar segir: „Nú er áætlunarflugi WOW air er til Nýju Delí á Indlandi lokið og stóð það aðeins yfir í sex vikur. Framtíðaráform Skúla Mogensen voru önnur því flugfélagið átti að verða stórtækt í flugi til Asíu. Af  þeim sökum gekk hann snemma árs 2017 frá tólf ára leigusamningi á fjórum nýjum Airbus A330-900neo breiðþotum. Þessar 365 sæta flugvélar átti að nota í áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli til Austurlanda líkt og kom fram í kynningu á skuldabréfaútboði WOW í lok síðasta sumars. Þar sagði að fyrri tvær þoturnar yrðu afhentar í lok síðasta árs en þær seinni í lok árs 2019,“ segir einnig í frétt turisti.is.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: