- Advertisement -

Húsnæðismálin í Reykjavík eru í öngstræti

Borgin hefur umfram önnur sveitarfélög lagt sig mikið fram við að fjölga fjölbreyttu húsnæði.

„Húsnæðismálin í Reykjavík eru komin í öngstræti enda er komið að því að húsnæðismál eru nú talin eitt helsta málið í kjaraviðræðum. Í fyrsta sinn í áratugi. Reykjavík hefur ekki náð að skipuleggja hagstætt húsnæði á síðustu árum,“ bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði.

Vigdís Hauksdóttir er ekki heldur hrifin af stöðunni, og kallar hana þjóðarskömm.

„Það er þjóðarskömm að litið er fram hjá því að fleiri hundruð manns ásamt börnum búa í ólöglegu húsnæði og á götunni sem allt má rekja til svokallaðar þéttingarstefnu sem rekin hefur verið undanfarinn áratug.“

Meirihlutafulltrúarnir létu ekki sitt eftir liggja.

„Reykjavíkurborg hefur umfram önnur sveitarfélög lagt sig mikið fram við að fjölga fjölbreyttu húsnæði í höfuðborginni og vinda ofan af þeirri fortíðarstefnu sem hefur haslað sér völl og skapað ójafnvægi á húsnæðismarkaði sem og verra borgarskipulagi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: