- Advertisement -

Ofríkir fá betri bankaþjónustu

Munið að þann hluta sparnaðarins sem þið ætlið til framfærslu ykkar á efri árum má ekki setja í hlutabréf.

Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur skrifar:

Bankar veraldarinnar veita hinum ofríku aðra, meiri og betri þjónustu en almenningi. Hinir efnuðu geta tekið áhættu og það er bara þannig að áhætta og ávöxtun fara saman. Þess vegna safnast fé þangað sem fé er fyrir. Hinir ofríku eiga líka svo mikið að þeir geta dreift áhættunni á margvíslegan hátt, þannig að þeir fá hina hærri ávöxtun í raun með minni áhættu en mundi fylgja einstökum beinum fjárfestingum.

Verðbréfasjóðir eru verkfæri til að dreifa áhættu fyrir smærri fjárfesta, með því að gera fjárfestingarnar óbeinar. Dálítill kostnaður fylgir þessu auðvitað, auk áhrifaleysis, sem er minna mál. Munið að þann hluta sparnaðarins sem þið ætlið til framfærslu ykkar á efri árum má ekki setja í hlutabréf, þau geta orðið verðlaus. Þennan hluta á að setja í skuldabréf, þar sem uppistaðan er ríkisskuldabréf.

Munum að lífeyrissparnaður er MIKLU betur ávaxtaður núna en var áður. Við eigum að fjárfesta í lífeyrisréttindum!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: