- Advertisement -

Með Evrópusambandsflaggið á öllum borðum

Þetta var ágætur fyrirlestur hjá hæstvirtum utanríkisráðherra sem að vanda dregur kolrangar ályktanir af staðreyndum máls.

Sérstök umræða var milli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Jóns Steindórs Valdimarssonar á þingfundi. Þær töluðu um Brexit.

Jón Steindór sagði:

„Vandræðagangur Breta við að koma sér saman um hvernig skuli ganga úr Evrópusambandinu er tragikómískur. Útgöngusamningurinn var kolfelldur og nú er hver höndin upp á móti annarri og enginn veit hvernig því máli lyktar og því síður hver áhrifin verða á samskipti Bretlands og Íslands, og þó. Hæstvirtur utanríkisráðherra hefur oftar en ekki látið að því liggja að í Brexit felist mikil tækifæri fyrir Ísland. Vandséð er reyndar hver þau tækifæri eru að mati þess sem hér stendur.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þá svaraði utanríkisráðherra:

„Háttvirtur þingmaður gerir að umtalsefni útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ég held að mikilvægt sé að draga réttan lærdóm af því. Ég held að öllum þeim sé ljóst sem hér hafa talað í fullri alvöru um að gott væri fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið að þeir geta aldrei aftur notað þá röksemd, sem öllum var ljóst að var fráleit en var samt notuð, að það sé ekkert mál að ganga í Evrópusambandið af því að það er svo auðvelt að ganga úr því aftur ef mönnum líkar ekki dvölin. Ég geri ráð fyrir því að þeir aðilar sem eru í flokki sem var sérstaklega með Evrópusambandsflaggið á öllum borðum á landsfundi sínum muni aldrei segja neitt slíkt aftur. Ég held að við hljótum að geta treyst því. Er það ekki, virðulegi forseti? Það er ekki auðvelt að ganga úr Evrópusambandinu.“

Gefum Jóni Steindóri síðasta orðið:

„Þetta var ágætur fyrirlestur hjá hæstvirtum utanríkisráðherra sem að vanda dregur kolrangar ályktanir af staðreyndum máls. Það er ekki við Evrópusambandið að sakast að Bretum tekst ekki að komast þaðan. Það er þeirra eigið sjálfskaparvíti sem blasir við öllum sem hafa opin augu og eyru. En það er kannski ekki hægt að segja alltaf um hæstvirtan utanríkisráðherra.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: