- Advertisement -

Ábyrgðin á verðbólguskoti er sjálftökuhópa

Það er e.t.v. borin von að viðbrögðin verði í mynd eftirgjafar á fyrri feng.

Gunnar Tómasson hagfræðingur skrifar:

Fari launþegar fram á umtalsverða kauphækkun til að rétta hlut sinn má telja víst að verðbólgan aukist og gengi krónunnar falli með gamla laginu. Þar eð fyrirkomulag verðtryggingar er enn óbreytt mun höfuðstóll verðtryggðra lána þá hækka. Skyldi Austurvöllur fyllast aftur af fólki?

Umsögn.

Nú er komið að ríkisstjórn og Alþingi að bregðast við eðlilegum viðbrögðum samtaka launþega við þeirri röskun á tekjuskiptingu sem orðið hefur vegna aðgerða sjálftökuhópa í efri lögum samfélagsins.

Það er e.t.v. borin von að viðbrögðin verði í mynd eftirgjafar á fyrri feng.

Ef svo verður ekki, þá er ábyrgðin á verðbólguskoti vegna launakrafna samtaka launþega alfarið viðkomandi sjálftökuhópa.

Við þessar aðstæður væri það lágmarksskylda stjórnvalda að breyta fyrirkomulagi verðtrygginga neytendalána þannig að sá gamalreyndi refsivöndur geti ekki af sér hremmingar hliðstæðar þeim sem heimili landsins máttu þola vegna hrunsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: