- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur hafnar fleiri skattþrepum

„Hærra skattþrepið, 46,24%, er sann­ar­lega há­tekju­skatt­ur og verður ekki lengra gengið.“

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og fremsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafnar tillögu ASÍ um fleiri skattþrep og hátekjuskatt. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Mogganum í dag.

Þar segir hann: „Ég hef aldrei verið hrif­inn af fjölþrepa tekju­skatt­s­kerfi. Tvö skattþrep til viðbót­ar, eins og ASÍ legg­ur til, auka flækj­u­stig, gera skatt­kerfið ógegn­særra og auka jaðarskatta.“

Varðandi hugmyndir um hátekjuskatt segir Óli Björn: „Hærra skattþrepið – 46,24% – er sann­ar­lega há­tekju­skatt­ur og verður ekki lengra gengið.“

„Ég tek und­ir með ASÍ að þær breyt­ing­ar sem verði gerðar á tekju­skatt­s­kerf­inu miði að því að styrkja stöðu þeirra sem lak­ast standa. En við get­um ekki gengið þannig fram að gengið sé á ráðstöf­un­ar­tekj­ur ann­ars launa­fólks sem stend­ur bæri­lega. Með því er verið að inn­leiða vinnuletj­andi skatt­kerfi og á því munu all­ir tapa til lengri tíma,“ segir hann í Moggaviðtalinu.

Í lok viðtalsins segir. Óli Björn bend­ir á að nú sé verið að vinna á veg­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar að út­færslu á til­lög­um um breyt­ing­ar á tekju­skatt­s­kerf­inu. „Sú vinna miðar fyrst og fremst að því að létta und­ir með þeim sem lægri tekj­ur hafa. Að þessu leyti eru ASÍ og rík­is­stjórn­in sam­stiga.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: