- Advertisement -

Á Íslandi fólk þarf að vinna mikið til þess að lifa af

„…leigi eitt herbergi sem ég greiði 100 þúsund krónur fyrir.“

Fólkið í Eflingu, mynd og texti: Alda Lóa.

„Systir mín og mágur unnu við fiskverkun á Íslandi lengi vel á árunum áður. Fyrir átta árum fékk ég símtal frá þeim og þau spurðu mig hvort ég vildi eignast betra líf? Flytjast hingað og vinna í fisk. Ég sló til og kom, mig vantaði pening.

Ég vann þá sem afgreiðslukona í búð í heimabæ mínum sem heitir Sosnowiec sem er verksmiðjubær í nágrenni við Katowice í Póllandi. Sosnowiec er borg með helmingi fleiri íbúum en Reykjavík og þar eru allskonar verksmiðjur, bílaverksmiðjur og gluggaverksmiðjur. Í Póllandi er lítið um innflytjendur og erlent vinnuafl nema þá kannski frá Úkraínu sem starfar þá gjarnan í verksmiðjunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Systir mín og mágur fluttu aftur til Póllands og börnin mín þrjú búa þar líka. Ég ein er hérna ennþá að verka fisk og leigi eitt herbergi sem ég greiði 100 þúsund krónur fyrir. Dóttir mín var að vísu hjá mér síðasta sumar og vann með mér hérna í frystihúsinu sem sumarstarfsmaður. Hún er ennþá í námi og hún er að klára síðasta árið í kennaraháskóla. Eftir nám ætlar hún að stofna leikskóla í Póllandi þar sem börnin fá að vera úti undir berum himni í öllum veðrum einsog tíðkast á Íslandi, hún er hrifin af þeirri hefð hérna en í Póllandi eru leikskólabörnin að mestu leyti haldið innandyra.

Börnin mín þrjú búa í Póllandi og ég fylgist með ástandinu og mér sýnist efnahagsástandið vera að batna í Póllandi. Allavega hafa strákarnir mínir það gott, þeir eru báðir fjölskyldumenn, með íbúð og vinnu, en þeir vinna líka mikið. Fólk þarf að vinna mikið alls staðar, ekki bara í Póllandi, það er sama sagan í Rússlandi og hérna á Íslandi fólk þarf að vinna mikið til þess að lifa af. Ég ætla að vinna þangað til að ég verð 65 ára eða jafnvel lengur ef heilsan leyfir.

Hérna í frystihúsinu heyri ég bara pólsku en mig langar í skóla til þess að læra meiri ensku. Allir Íslendingar tala ensku. Þegar ég fer til læknis eða í banka talar fólk við mig á ensku. Ég hef ekki komist upp á lag með íslenskuna, ég get sagt: Takk fyrir! Meira! Allt í lagi! Góðan daginn!“

Elżbieta Soja er fiskverkunarkona og félagi í Eflingu. #fólkiðíeflingu Sjá fleiri sögur um fólkið í Eflingu: http://folkid.efling.is/


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: