- Advertisement -

Svandís: Er á ábyrgð heilbrigðisstofnananna

Svandís Svavarsdóttir og Halldóra Mogensen.

„Hins vegar vil ég segja, þannig að það sé alveg skýrt, að starfsumhverfi lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna er auðvitað á ábyrgð heilbrigðisstofnananna sjálfra og rekstraraðila þar sem viðkomandi aðilar starfa. Það er eitthvað sem viðkomandi stofnanir verða að horfa til,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þegar hún svaraði Halldóru Mogensen, formanni velferðarnefndar þingsins, um könnun um störf og starfsumhverfi lækna.

Halldóra sagði: Hvernig ætlar hæstvirtur ráðherra að bregðast við þessum upplýsingum og til hvaða aðgerða þarf að grípa svo hægt sé að tryggja heilbrigðisþjónustu á Íslandi án þess að setja heilsu starfsfólks í hættu? Höfum líka í huga að við vitum að nýjar kynslóðir lækna eru kannski ekki alveg jafn tilbúnar til að vinna þessar löngu vaktir og þær kynslóðir sem komu á undan. Það er augljóst að þarna þurfa einhverjar breytingar að koma til.“

Svandís sagði að eð nýrri  verði horft meira til þess að hver stofnun fyrir sig beri ábyrgð á árangri og gæðum þeirrar þjónustu sem þar er veitt. „En svo það liggi líka fyrir þá vænti ég þess að funda með formanni Læknafélags Íslands alveg á næstu dögum, út af reyndar ýmsum málum en ég geri ráð fyrir að þetta mál beri þar líka á góma.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: