- Advertisement -

Golf fyrir alla: Fínir Pólverjar og sérvitur Finni

Ebeneser frá Finnlandi.

Tvo síðustu hringina á La Finca, í dag og í fyrradag, spiluðum við annars vegar við sérlega sérvitran Finna og hins vegar við fínustu hjón frá Póllandi. Í dag var veðrið frábært, sem og aðra daga. Hitinn fast að tuttugu gráðum og glaðasólskin.

Finninn, sem heitir nánast Ebeneser er furðufugl. Hann notaði kíkinn við hvert högg, á teig, á braut og á flötunum. Hann tók eflaust vel yfir fimmtíu myndir. Hann myndaði boltann á flötunum og eftir að hann hafði sett hann í holu. Alveg sama hvert skorið var.

Annað gerði hann, sem örfáir aðrir stunda, það er að skrá skor allra sem leika saman. Þetta setti hann í símann sinn og varð að vita hvert skorið var hjá okkur.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Kristborg, Sigurjón og Eva í blíðunni á La Finca í dag, 21. janúar.

Ég spurði hann hvers vegna hann væri að þessu og hvað hann ætlaði að gera með þessar upplýsingarnar. Hann sagðist alltaf skrá allt skor, hann safnar, en til hvers veit ég ekki, og svo sagðist hann senda skorið í tölvupósti. Hvert; spurði ég. Til dæmis til þín. Til mín? Já, viltu það ekki, spurði hann. Nei, takk ég er með skortkort og veit hvernig ég spila, sagði ég. Það breytti engu. Hann hélt áfram að telja fyrir alla og skrá.

Hjónin Eva og Hinrik frá Póllandi voru fínir félagar. Ekkert rugl, glaðlynd og fín. Bæði fínir spilarar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: