- Advertisement -

Gerum sjóklárt fyrir komandi átök

DV í janúar 1988.

„Það sem við Karvel erum að fara í er að gera sjóklárt fyrir komandi átök á vinnumarkaðnum því að samkvæmt öllum sólarmerkjum að dæma verður ekki hjá þeim komist,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands, í samtali við DV í morgun.

Þetta var í janúar 1988.

Hann sagði verkalýðsfélögin vera býsna misvel undirbúin undir átök vegna kjarasamninga. Baráttuna, hvernig sem henni verður hagað, yrði að skipuleggja mjög vel. Eins og málunum er komið sagðist Guðmundur vantrúaður á að samningar tækjust án átaka.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það var hægt að ná samningum í haust án átaka en því tækifæri var hafnað. Nú hefur matarskatturinn skollið yfir og kemur miklu verr út en stjórnvöld höfðu boðað. Gengisfelling er fyrirhuguð og hækkanir á ýmissi opinberri þjónustu. Gegn þessu þarf verkalýðshreyfingin að snúast af hörku og það liggur fyrir að Verkamannasambandið mun hafa forystuna í þeirri baráttu“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: