- Advertisement -

Eineggja stjórnarmálalið í einflokki

Davíð Oddsson: „Enda hví ættu Íslend­ing­ar að vilja fagna full­veldi með þeim sem ekk­ert vilja sjálf­ir hafa með það að gera?“

„En fyrst og síðast er að verða æ ljós­ara að óþægi­lega marg­ir stjórn­mála­menn sam­tím­ans eru ekki leng­ur lýðræðissinn­ar í hjarta sínu og þar með ekki held­ur þegar kem­ur að því að breyta orðum sín­um í efnd­ir. Þeir bjóða sig vissu­lega fram fyr­ir ólíka flokka eins og áður. En eins og við sjá­um svo oft í nærum­hverf­inu þá eru þeir marg­ir eins og í ein­um flokki núorðið, flokki sem aldrei býður fram.“

Þetta er tilvitnun í Reykjavíkurbréf morgundagsins. Víst er að lesi stjórnmálafólkið þessi skrif forsætisráðherrans fyrrverandi má búast við að einhverjum svelgist á kaffinu, ekki síst flokksfélögum Davíðs. Hann er bara rétt að byrja. Davíð berst gegn breytingum á stjórnarskránni.

„Við höf­um séð það margoft í ógeðfelldu fitli þessa eineggja stjórn­málaliðs við stjórn­ar­skrá lands­ins. Þær frétt­ir sem tekn­ar eru að ber­ast nú um vænt­an­lega niður­stöðu þess sam­krulls benda til að forðum stór­flokk­ar ráðgeri að leggj­ast flat­ir fyr­ir Sam­fylk­ingu og Viðreisn og eru sárs­auka­fullt merki þessa.“

„Þjóðin sendi þau skila­boð sem eft­ir var tekið að hún hefði ekki nokk­urn áhuga á mis­heppnuðu ald­araf­mæl­is­brölt­inu, þegar hún lét ekki sjá sig á Þing­völl­um.“

Davíð er, sem og svo margir, margir aðrir, lítt hrifinn af „hátíðarfundinum“ á Þingvöllum í suma sem leið.

„Þjóðin sendi þau skila­boð sem eft­ir var tekið að hún hefði ekki nokk­urn áhuga á mis­heppnuðu ald­araf­mæl­is­brölt­inu, þegar hún lét ekki sjá sig á Þing­völl­um. Enda hví ættu Íslend­ing­ar að vilja fagna full­veldi með þeim sem ekk­ert vilja sjálf­ir hafa með það að gera?“

Enn er skotið. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hlýtur að taka þetta til sín. Milli línanna stendur skýrum stöfum; þriðji orkupakkinn.

Jæja, áfram með Davíð, sem varð 71 árs á fimmtudaginn.

„Mynd­in af ein­flokkn­um hím­andi í ein­semd á rán­dýr­um pöll­un­um við Almannagjá gat ekki aum­ari verið. Hann skundaði á Þing­völl en strengdi eng­in heit sem eiga þar heima. Og sjálfsagt er ekki til­hlökk­un­ar­efni til ann­ars af­mæl­is­halds séu for­merk­in svona.“

„En hitt er rétt, það stend­ur hvergi að stjórn­mála­menn eigi að vinna af heil­ind­um…,“ segir forsætisráðherrann margreyndi.

Ritstjórinn er ekki búinn með allt púðrið.

„En hitt er rétt, það stend­ur hvergi að stjórn­mála­menn eigi að vinna af heil­ind­um enda er svo komið og er enn eitt furðuverkið að þing­menn eru bún­ir að fram­selja hluta af til­veru sinni til ut­anaðkom­andi nefnd­ar, og eru þá vænt­an­lega bundn­ir af sam­visku henn­ar en ekki sinni eins og stjórn­ar­skrá­in, sem marg­ir þeirra virðast fyr­ir­líta, seg­ir fyr­ir um. Þá vit­leysu ræddu þeir aldrei við kjós­end­ur sína eða sinn flokk, nema þá ein­flokk­inn, sem þeir þora ekki fyr­ir sitt litla líf að skilja sig frá.

Fyrst svona er komið, er þá ekki miklu betri kost­ur að fá að kjósa þess­ar siðanefnd­ir og hina sem Moskvu-Jón stýr­ir bara beint og sleppa hinum?

Því fyrr því betra.

Láta svo siðanefnd­irn­ar halda úti­fund á Þing­völl­um og sjá hverj­ir mæta.“

Svo mörg voru þau orð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: